28.9.2008 | 18:47
Einn þreyttur...
Óheppni/heppni sumarsins.?
Maður sofnaði í leigubílnum hjá mér eina helgina í sumar. Það var sama hvað ég öskraði í eyrun á honum og hristi hann til, hann bara vildi ekki vakna og ákvað ég að fá aðstoð lögreglunnar við að ná karlgarminum út úr bílnum sem var mjög auðsótt mál. 3 fílelfdir lögregluþjónar voru ekki lengi að redda manninum út úr bílnum og buðu honum ókeypis fylgd heim en þegar kom að því að gera upp leigubílinn byrjaði karlinn einhvern leikaraskap en hann dró þó að lokum upp VISA-kort úr brjóstvasanum og rétti mér enda umkringdur fílelfdum lögreglumönnum. Ekki vildi þó betur til en að fullur poki af hvítu dularfullu dufti fylgdi óvart með kortinu. Lögreglumennirnir litu hver á annan og svo var maðurinn umsvifalaust handtekinn. Heimfylgdartilboðið var snarlega dregið til baka en maðurinn fékk þó í kaupbæti ókeypis gistingu á Hverfisteininum.
Veit ekki hvort þetta tengist frekar heppni eða óheppni en tengist þó óumdeilanlega öðru hvoru hugtakinu.
Það væri gaman ef fólk ætti skemmtilegar sögur til að deila með okkur hinum.
Allir að svara skoðanakönnuninni svo hún verði sem marktækust
Flokkur: Spaugilegt | Breytt 29.9.2008 kl. 23:34 | Facebook
Um bloggið
Taktu taxa
Spurt er
Gætir þú hugsað þér að deila leigubíl með öðrum?
Færsluflokkar
Bloggvinir
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.