Færsluflokkur: Bílar og akstur

Allar tryggingar falla niður ef....

...þú keyrir undir drukkinn.

Hvað ætli ökumaður Hummersins gæti þurft að borga marga tugi milljóna í bætur til  unga mannsinns sem hann keyrði niður á Laugaveginum ef hann örkumlast?

ALLAR TRYGGINGAR FALLA ÚR GILDI EF ÞÚ EKUR UNDIR ÁHRIFUM ÁFENGIS EÐA FÍKNIEFNA...

Taktu frekar TAXA þó það kosti nokkra þúsundkalla...


Samanburðurinn...

Nú á þessum síðustu og verstu tímum hefur aldrei verið hagstæðara að taka TAXA í samanburði við aðra samgöngumöguleika sem í boði eru.

 

Segjum sem svo að tveir bílar séu á heimilinu.

Sá dýrari er t.d. 2 ára gamall og kostaði á sínum tíma 3 milljónir.

Sá eldri er 5 ára gamall og kostaði 2 milljónir.

Útborgun í hvorum bíl var 1 milljón á sínum tíma.

Heildarkostnaður við þessa bíla á ári er í dag gróflega áætlað 3,5 milljónir á ári sem skiptist ca. þannig:

Eknir kílómetrar= 20.000=  m.v. eyðslu upp á 10 L á hundraðið og bensínverð upp á 165kr. lítrann = 330.000

Tryggingar eru 60.000x2 + kaskó 20.000x2= 160.000

Bifreiðagjöld 10.000x2 + 8.000x2= 36.000

Afborganir af bílalánum 12x 30.000+ 12x 50.000= 960.000

Gengishækkun bílalána 3.000.000x 50% hækkun= 1.500.000

Viðgerðarkostnaður= 3 x 8 tímar + varahlutir upp á 40.000 = 280.000

Vaxtatap vegna útborgunar 2.000.000 x 15% vextir= 300.000

Alls. 3.566.000,- krónur.

Segjum sem svo að annar bíllinn sé seldur.

Þá dettur kostnaðurinn niður um 1780.000 krónur.

Sem er um 5.000 krónur á dag alla daga ársins.

Ætli meðalmaðurinn þyrfti ekki að borga um 1000-1500 krónur fyrir farið í eða úr vinnu þannig að það að taka TAXA ætti að vera um helmingi ódýrara en að vera með einkabíl.

Þetta var mjög gróflega reiknað en ég tók ekki afskriftir með í reikninginn, en er ekki miðað við 10% á ári m.v. upphafsverð bílsins? 

 

Allir að svara skoðanakönnuninni svo hún verði sem marktækustSmile


Samanburður á einkabíl og TAXA

Nú á þessum síðustu og verstu tímum hefur aldrei verið hagstæðara að taka TAXA í samanburði við aðra samgöngumöguleika sem í boði eru.

Ertu búinn að athuga hvaða kostir eru í boði og hvað þeir kosta?

Frh. á morgun...

 

 

Allir að svara skoðanakönnuninni svo hún verði sem marktækustSmile


Um bloggið

Taktu taxa

Höfundur

taktutaxa.blog.is
taktutaxa.blog.is
Hér er meiningin að setja hugleiðingar um samgöngur og möguleikana sem í boði eru.

Spurt er

Gætir þú hugsað þér að deila leigubíl með öðrum?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband