Allar tryggingar falla niður ef....

...þú keyrir undir drukkinn.

Hvað ætli ökumaður Hummersins gæti þurft að borga marga tugi milljóna í bætur til  unga mannsinns sem hann keyrði niður á Laugaveginum ef hann örkumlast?

ALLAR TRYGGINGAR FALLA ÚR GILDI EF ÞÚ EKUR UNDIR ÁHRIFUM ÁFENGIS EÐA FÍKNIEFNA...

Taktu frekar TAXA þó það kosti nokkra þúsundkalla...


Samanburðurinn...

Nú á þessum síðustu og verstu tímum hefur aldrei verið hagstæðara að taka TAXA í samanburði við aðra samgöngumöguleika sem í boði eru.

 

Segjum sem svo að tveir bílar séu á heimilinu.

Sá dýrari er t.d. 2 ára gamall og kostaði á sínum tíma 3 milljónir.

Sá eldri er 5 ára gamall og kostaði 2 milljónir.

Útborgun í hvorum bíl var 1 milljón á sínum tíma.

Heildarkostnaður við þessa bíla á ári er í dag gróflega áætlað 3,5 milljónir á ári sem skiptist ca. þannig:

Eknir kílómetrar= 20.000=  m.v. eyðslu upp á 10 L á hundraðið og bensínverð upp á 165kr. lítrann = 330.000

Tryggingar eru 60.000x2 + kaskó 20.000x2= 160.000

Bifreiðagjöld 10.000x2 + 8.000x2= 36.000

Afborganir af bílalánum 12x 30.000+ 12x 50.000= 960.000

Gengishækkun bílalána 3.000.000x 50% hækkun= 1.500.000

Viðgerðarkostnaður= 3 x 8 tímar + varahlutir upp á 40.000 = 280.000

Vaxtatap vegna útborgunar 2.000.000 x 15% vextir= 300.000

Alls. 3.566.000,- krónur.

Segjum sem svo að annar bíllinn sé seldur.

Þá dettur kostnaðurinn niður um 1780.000 krónur.

Sem er um 5.000 krónur á dag alla daga ársins.

Ætli meðalmaðurinn þyrfti ekki að borga um 1000-1500 krónur fyrir farið í eða úr vinnu þannig að það að taka TAXA ætti að vera um helmingi ódýrara en að vera með einkabíl.

Þetta var mjög gróflega reiknað en ég tók ekki afskriftir með í reikninginn, en er ekki miðað við 10% á ári m.v. upphafsverð bílsins? 

 

Allir að svara skoðanakönnuninni svo hún verði sem marktækustSmile


Davíð og Golíat...

Er búinn að fá ansi skemmtilegar söguskýringar í dag frá farþegunum. Það má t.d. líkja Glitnsmálinu við söguna um Davíð og Golíat nema hvað að hið rétta nafn Golíats núna í nútímanum er Davíð og  eins furðulega og það hljómar þá er Jón Ásgeir Davíð. Skv. sögunni þá er ballið ekki endilega búið hjá Davíð þ.e.a.s. Jóni Ásgeiri... sem vel á minnst einhver lögregluforingi suður með sjá á að hafa neitað að handtaka og uppskorið fjársvelti, einelti og allskonar skrítinn sandkassaleik frá.... ja ....ekki getur verið að bláa höndin hafi svifið yfir á Suðurnesin??? Allavegana þá eru sögurnar sápuóperu líkastar þessa dagana...

 

 

Allir að svara skoðanakönnuninni svo hún verði sem marktækustSmile


Samanburður á einkabíl og TAXA

Nú á þessum síðustu og verstu tímum hefur aldrei verið hagstæðara að taka TAXA í samanburði við aðra samgöngumöguleika sem í boði eru.

Ertu búinn að athuga hvaða kostir eru í boði og hvað þeir kosta?

Frh. á morgun...

 

 

Allir að svara skoðanakönnuninni svo hún verði sem marktækustSmile


Einn þreyttur...

Óheppni/heppni sumarsins.?

Maður sofnaði í leigubílnum hjá mér eina helgina í sumar. Það var sama hvað ég öskraði í eyrun á honum og hristi hann til, hann bara vildi ekki vakna og ákvað ég að fá aðstoð lögreglunnar við að ná karlgarminum út úr bílnum sem var mjög auðsótt mál. 3 fílelfdir lögregluþjónar voru ekki lengi að redda manninum út úr bílnum og buðu honum ókeypis fylgd heim en þegar kom að því að gera upp leigubílinn byrjaði karlinn einhvern leikaraskap en hann dró þó að lokum upp VISA-kort úr brjóstvasanum og rétti mér enda umkringdur fílelfdum lögreglumönnum. Ekki vildi þó betur til en að fullur poki af hvítu dularfullu dufti fylgdi óvart með kortinu. Lögreglumennirnir litu hver á annan og svo var maðurinn umsvifalaust handtekinn. Heimfylgdartilboðið var snarlega dregið til baka en maðurinn fékk þó í kaupbæti ókeypis gistingu á Hverfisteininum.
Veit ekki hvort þetta tengist frekar heppni eða óheppni en tengist þó óumdeilanlega öðru hvoru hugtakinu.
Það væri gaman ef fólk ætti skemmtilegar sögur til að deila með okkur hinum.

Allir að svara skoðanakönnuninni svo hún verði sem marktækustSmile



Velkomin á taktutaxa.blog.is

Hér er meiningin að setja hugleiðingar um samgöngur og möguleikana sem í boði eru auk þess sem eitthvað verður kryddað með svæsnum leigubílasögum.

Hvernig væri að gerast bloggvinur og fá nýjasta leigubílabloggið beint í æð? 

 


Um bloggið

Taktu taxa

Höfundur

taktutaxa.blog.is
taktutaxa.blog.is
Hér er meiningin að setja hugleiðingar um samgöngur og möguleikana sem í boði eru.

Spurt er

Gætir þú hugsað þér að deila leigubíl með öðrum?
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband